Willys Jeepster. Árgerð 1967

Willys Jeepster

Árgerð 1967

Kemur frá Siglufirði

 

 

Eigandi: Samgönguminjasafnið Stóragerði Skagafirði

 

Garðar Hallgrímsson, svæfingarlæknir á Siglufirði, kaupir bílinn nýjan 1967 og átti hann alla tíð. Eftir hans daga eignast sonur hans, Steingrímur Garðarsson, bílinn. Hann var byrjaður að gera hann upp og sá fram á að hann myndi aldrei ljúka verkinu og lét safnið hafa hann 3. ágúst 2008. Uppgerð bílsins var lokið veturinn 2012-2013 á verkstæði safnsins. Páll Magnússon sprautaði bílinn og hann er einungis ekinn 25.596 km.