Volkswagen. Árgerð 1964

Volkswagen Bjalla

Árgerð 1964

 

 

 

Fyrri eigandi: Árni Magnússon.  

Núverandi eigandi: Samgönguminjasafnið Stóragerði Skagafirði

 

Volkswagen Beetle, eða Bjallan eins og hún var kölluð hér á landi, varð mjög vinsæl á Íslandi eins og annars staðar og mikið var framleitt af henni. Þessi er aðeins ekin 52.000 kílómetra. Bíllinn var keyptur nýr til Siglufjarðar 1964 og var í eigu sama aðila allt þar til safnið eignaðist bílinn.

Haustið 2011 var Bjallan gerð upp af Gunnari, ryðbætt og sprautuð á verkstæði safnsins.