Uppskrift - pönnukökur eins og hjá ömmu

Ég hef prófað margar uppskriftir af pönnukökum en þessi virðist eiga vinninginn hjá mér. 
Þetta er uppskrift sem ég sá á www.eldhussogur.is og eru einmitt, eins og hún segir sjálf á vefnum, eins og þessar sem maður fékk hjá ömmu í gamla daga:)

 

200 gr. hveiti

2 msk. sykur

1/2 tsk. salt

1/2 tsk. matarsódi

2 egg

1 tsk vanilludropar

ca. 1/2 líter mjólk

50 gr. smjör

Blandar saman hveiti, sykri, salti, og matarsóda með smá mjólk. Þetta er þeytt saman þangað til að deigið er kekklaust. Bætir við eggjum, vanilludropum og restinni af mjólkinni. Bræðir smjörið og bætir því út í. Ef ykkur finnst deigið vera of þykkt þá bætið þið meiri mjólk í,  svo bara að byrja að baka. Hellið smá deigi á pönnuna, passið að hún sé orðin nógu heit, notið pönnukökuspaða og losið deigið frá pönnunni á brúnunum og skiptið svo um hlið, bakið í smá stund og á diskinn, byrjið svo á nýrri. Þetta er smá kúnst en þarna er máltækið - æfingin skapar meistarann - við hæfi:)

Svo mæli ég auðvitað með því að bjóða upp á rjóma og sultu með og ef þú vilt sykurpönnsur þá set ég alltaf sykurinn strax á svo hann bráðni smá í pönnsurnar, þá hrynur sykurinn ekki úr þeim þegar maður fær er að næla sér í af diskinum.

Njótið:)