Uppskrift - brauðterta með baunasalati

Uppskrift af gamaldags brauðtertu m/baunasalati – þriggja laga

 

Gott að byrja á henni daginn áður en boðið er upp á hana.

Byrjar á að skera skorpuna af þrem sneiðum af brauðtertubrauðsneiðum, reynið að skera þær alveg nákvæmlega eins.

 

Blandar saman í skál 

-      Ora blandað grænmeti í dós – 420gr.(hálfdós)

-      1 pakka af taðreyktu hangikjöti frá Kjarnafæði – skorið í litla bita

-      350 gr. af létt majónesi

Hræra vel saman

Setur svo eina brauðsneið á tertudisk, smyrjið helminginn af maukinu á,

setur svo aðra brauðsneið ofan á, smyrð svo á hana og svo endar maður á að setja þriðju og síðustu brauðsneiðina ofaná.

Passar að smyrja maukinu vel út á kanntana. Pressir svo létt ofan á efsta brauðið til að þjappa aðeins. 

Setja poka utanum og inn í kælir.

 

Daginn eftir tekur maður svo 150 gr. af létt majónesi og blandar saman við hálfa dollu af sýrðum rjóma eða þeyttum rjóma og smyrð þessari blöndu á brauðtertuna, ofaná og hliðarnar.

Mjög mikilvægt er að blanda sýrða eða þeytta rjómanum við majónesið því ef það er ekki gert gulnar tertan ef hún stendur í smá stund við stofuhita. Þegar búið er að smyrja vel á - ekki of þykkt og ekki of þunnt, en samt þannig að þetta þekur vel og brauðið þorni ekki upp, þá má byrja að skreyta og í það er notað

- gúrku

- tómata

- papríku, gula eða rauða

- steinselju

- vínber

- hægt að nota restina af blöndunni ef það er eitthvað eftir

Svo bara láta hugmyndaflugið ráða