Willys. Árgerð 1962

Willys

Árgerð 1962

Kemur frá Kolkuósi í Skagafirði

 

 

Fyrri eigandi: Sigurmon Hartmannsson

Eigandi: Samgönguminjasafnið Stóragerði Skagafirði

 

Sigurmon Hartmannsson keypti þennan bíl nýjan. Þá var bæði búið að lengja bílinn og setja á hann hús, það var gert hjá Agli Vilhjálmssyni. Sigurmon átti bílinn alla tíð eða þangað til að hann kom í Stóragerði. Hann stóð nokkur ár á verkstæði safnsins áður en Gunnar gerði hann upp. Hann byrjaði á því verkefni 2014 og lauk því vorið 2015. Í bílnum er toppventlavél.

 

Á Kolkuósi var bæði verslun og sláturhús í gamla daga og byggði Hartmann, faðir Sigurmons, íbúðarhúsið. Þeir voru framúrstefnumenn sem voru langt á undan sinni samtíð og hugsuðu stórt. Fyrsti rúnturinn eftir að uppgerð lauk var að sjálfsögðu tekinn heim í Kolkuós og gaman að segja frá því að íbúðarhúsið þar er einnig uppgert og var klárað 2013.