Morris ten. Árgerð 1947

Morris ten

Árgerð 1947

 

 

Fyrri eigendur: Klara Magnúsdóttir, Reykjavík   

Eigandi: Samgönguminjasafnið Stóragerði Skagafirði

 

Morris Ten var vinsæll fjölskyldubíll sem framleiddur var í Bretlandi á árunum   1939 – 1948. Sennilega þætti nútíma bílstjóra vanta eitthvað uppá kraftinn í brekkurnar en 1140 cc vélin skilar heilum 37,2 hestöflum. Þrátt fyrir að farangursrýmið væri lítið urðu þessir bílar mjög vinsælir ferðabílar, en þá var sett á hann toppgrind og farangrinum komið fyrir þar. Það hefur örugglega verið erfitt að komast upp brekkur íslensku þjóðveganna með þennan bíl fullhlaðin. Egill Vilhjálmsson hf. flutti bílinn inn og keypti faðir Klöru hann nýjan. Klara erfir svo bílinn eftir að faðir hennar lést og á hún bílinn í 10 ár eða þangað til að hún var 85 ára gömul. Gunnar, eigandi safnsins, kaupir svo bílinn 1988 og gerir hann upp í 25 fm2 bílskúr við Dalatún 6 á Sauðárkróki, en þar bjuggu þau hjón, Gunnar og Sólveig, lengi vel. Ákveðið var að leyfa sætunum að halda sér óhreyfðum og eru því með upprunalega áklæðinu, einnig er hluti af loftklæðningunni upprunalegur en Gunnar gerir bílinn upp að öðru leyti. Bíllinn var með skráningarnúmerið R 5044