Kaffihlaðborðin okkar

 

Sumarið 2015 var ákveðið að byrja með kaffihlaðborð í veitingasalnum okkar, bæði til að auka aðsókn og umtal. Það sumar voru haldin þrjú hlaðborð, sem tókstu öll vonum framar. Með hverju hlaðborðinu sem leið prófuðum við okkur áfram með veitingarnar og það skemmtilega við þetta ferli var að aðsóknin jókst og hafa allt að 160 manns komið á eitt hlaðborð. Salurinn tekur um 60 manns í sæti og hefur hann því verið þrísetinn hjá okkur þegar mest hefur verið. Þegar vel viðrar á okkur í firðinum fagra er einnig hægt að sitja úti og njóta veitinga en þar eru sæti fyrir 24 einstaklinga.

 

Við höfum fengið svo margar fyrirspurnir um uppskriftirnar af veitingunum sem við erum að bjóða upp á að það var lítið annað í stöðunni en að setja upp hér, á flottu heimasíðunni okkar, þær uppskriftir sem við erum að notast við. Við ætlum ekki að vera feimnar við að láta vita ef að við erum að nota uppskriftir frá öðrum bloggurum en við eigum það oft til að breyta þeim aðeins til hins betra, að okkur finnst allavega.