Uppskrift - Gamaldags brauðterta m/rækjum

 
Þessi uppskrift af gamaldags brauðtertu hefur auðvitað slegið í gegn hjá okkur, því margir sem hafa komið til okkar á hlaðborðin tala um að þær séu sjaldséðar og margir sakna þess að fá ekki brauðtertur í veislum dag.

 

Brauðterta m/hangikjöti - Uppskrift í eina brauðtertu, þriggja laga.

Hægt að byrja á að gera brauðtertuna kvöldið áður en svo er skreytt hana rétt áður en hún er borin á borð!

3 sneiðar af brauðtertubrauði - formbrauð skorið langsöm, eru yfirleitt 5-6 sneiðar í hverju brauðtertubrauði. Skerið skorpuna af og reynir að hafa allar sneiðarnar eins í laginu. 

Blandar saman i skál

 400 gr af rækjum 

1 pakki af taðreyktu hangikjöti frá Kjarnafæði - skorið í litla bita

4 egg - skorið í eggjaskera

350 gr af létt majónesi

- hrærir allt þetta vel saman

Setur svo eina brauðsneið og tertudiskinn - smyrð maukinu á - setur svo aðra brauðsneið á - smyrð svo á hana og svo endarðu á að setja þriðju og seinustu brauðsneiðina á. Reynir að hafa jafn mikið af mauki á báðum lögunum og setur alveg út í kantana. Pressir svo létt ofan á efsta brauðið til að þjappa aðeins. 

Tekur svo 150 gr af létt majónesi og blandar saman við hálfa dollu af sýrðum rjóma eða þeyttum rjóma og smyrð þessari blöndu á brauðtertuna. Mjög mikilvægt er að blanda sýrða eða þeytta rjómanum við majónesið því ef það er ekki gert gulnar tertan ef hún stendur í smá stund við stofuhita. Þegar búið er að smyrja vel á - ekki of þykkt og ekki of þunnt, en samt þannig að þetta þekur vel og brauðið þornar ekki upp. Þá gott að setja poka yfir og inn í kæli og skreyta svo rétt áður en hún er borin á borð.

Þá er hægt að nota restina af rækjunum í að skreyta ásamt

- gúrku

- tómötum

- papríku, gula eða rauða

- steinselju

- vínber

og þarna lætur þú hugmyndaflugið ráða.