Ford. Árgerð 1947

Ford

Árgerð 1947

 

 

Eigandi: Samgönguminjasafnið Stóragerði Skagafirði

 

Ford framleiddi vörubíla með þessu útliti á árunum 1942 – 1947. Hönnun þessara bíla hefur verið dálítið framúrstefnuleg, þar sem flestir trukkar á þessum tíma voru með framljósin ofan á brettunum en ekki hálf innbyggð í yfirbygginguna.

Þessi Ford er settur saman úr tveimur bílum sem Gunnar fékk frá Veisuseli Fnjóskadal og Túnsbergi Svalbarðsströnd.

Smíða þarf pall á bílinn og er því ennþá í vinnslu.