Diamond T. Árgerð 1930

Diamond T

 Árgerð 1930

 

 

Fyrri eigandi: Gísli Guðmundsson

Núverandi eigandi: Samgönguminjasafnið Stóragerði Skagafirði

 

Þessi fallegi bíll var einn af þremur sem komu til Evrópu og var sá eini sem kom til Íslands, en seinna meir komu fleiri yngri árgerðir. Gísli flutti þennan bíl inn sjálfur en þá var hann ekki með húsi. Hann sat í heilt ár á viðarkassa bak við stýrið við aksturinn í öllum veðrum og vindum. Gísli var húsasmiður og smíðaði húsið sem er á bílnum árið 1932 ásamt því að setja glussasturtur á pallinn. Þessi bíll var alltaf í vinnu hjá Þrótti fyrir sunnan og þegar Gísli hætti að vinna tók sonur hans, Stefán, við. Árið 1954 var bílnum lagt inn í bílskúr og ekki tekinn út fyrr en 25. ágúst 2007 en þá var þessi eðalgripur fluttur hingað á Samgönguminjasafnið í Stóragerði. Gunnar og Páll, byrjuðu strax að gera bílinn upp og tók það þrjú ár. Uppgerð lauk 13. júní 2010. Einhverjar vangaveltur hafa verið um árgerð þessa bíls en hann er framleiddur 1930 og fluttur inn og skráður hér á landi 1931.