Bifreiða þróunin

Forsaga bílsins

 

Árið 1986 var þess minnst að 100 ár voru liðin frá því að þjóðverjarnir Daimler og Benz hófu að framleiða bíla. En uppfinning bílsins kom ekki eins og opinberun á einum degi. Hægfara þróun hafði átt sér stað mestalla öldina og búið var að finna upp eitt og annað sem gerði bílinn mögulegan. Það þarf að leita aftur til ársins 1807 til að finna fyrstu hugmyndir um vél fyrir vélknúið ökutæki í líkingu við það sem við þekkjum í dag sem bíl. Síðan ganga vélar í gegnum hin ýmsu stig þróunar en það sem næst gerist markverðast er að Nikolaus August Otto hannar og fær einkaleyfi fyrir sína frægu fjórgengisvél. Hún var fyrsta vélin til að nýta sér kosti samþjöppunar eldsneytisblandaðs lofts fyrir bunann og stórauka þar með nýtni eldsneytisins. Þótt fyrstu Otto mótorarnir, sem skiluðu 20 hestöflum, væru allt að 6,8 tonn að þyngd var uppfinning fjórgengisvélarinnar forsenda þess að mögulegt væri að smíða léttar, og á þeirra tíma mælikvarða, kraftmiklar vélar sem hentuðu ökutækjum. Árið 1872 réð Otto til sín vel menntaðan vélfræðing Gottlieb Daimler sem hafði með sér vin sinn Wilhelm Maybock, er síðar varð hönnuður hjá Deutz. Þeir unnu saman að þróun vélarinnar og var megináherslan lögð á að létta vélina og auka snúningshraðann, en hann var innan við 200 snúningar á mín. Með tilkomu blöndungsins, sem var uppfinning Maybocks, fóru vélar að ná allt að 800 snúningum. Önnur snildarhugmynd hans var gírkassinn. Karl Benz átti heiðurinn af því að smíða fyrsta vélknúna ökutækið með innbyggðum mótor sem verðskuldaði að kallast bíll. Aðeins 27 ára gamall stofnar hann sitt eigið vélaverkstæði í Mannheim, sem hann fjármangar með heimanmundi konu sinnar Bertu. Benz átti reiðhjól sem hann vélvæðir og bætir einu hjóli við til þess að auka stöðugleikann. Þann 29. janúar 1886 sendir hann inn umsókn fyrir einkaleyfi á ökutækinu. Þetta voru teikningar af fyrsta Benzinum. Þriðja júlí sama ár fer bíllinn í jómfrúrarferð sína og miðast upphaf bílaaldar við þessa dagsetningu. Bíllinn virðist hafa verið nokkuð á undan sinni samtíð því árið 1888 höfðu aðeins 3 bílar selst og var Benz að því kominn að gefast upp þegar Berta kom honum óvænt til hjálpar. Án hans vitundar tók hún sig til og ók nótt eina ásamt báðum sonum þeirra til Pforzheim, um 100 km leið. Þessi ferð markaði timamót í sögu bílsins og salan jóks. Yfir 20 bílar seldust á næstu fjórum árum. 45 bílar 1894 og 603 bílar árið 1900. Eitt það merkilegasta við þessa sögu er að þeir Daimler og Benz upplifðu aldrei að sjá hvorn annan, þó voru ekki nema 100 km á milli fyrirtækja þeirra.